Frétt

07. október 2016

Samruni sjóða

Stjórn Stefnis hf. hefur tekið ákvörðun um að Stefnir – Ríkisvíxlasjóður sameinist Stefni – Ríkisbréfasjóði óverðtryggðum þann 17. nóvember næstkomandi. Hlutdeildarskírteinishafar Stefnis Ríkisvíxlasjóðs munu fá útgefin ný hlutdeildarskírteini í Stefni – Ríkisbréfasjóði og í kjölfarið verður fyrr nefnda sjóðnum slitið. Fjármálaeftirlitið hefur heimilað samrunann. Hlutdeildarskírteinishafar þurfa ekki að aðhafast sérstaklega vegna þessa.

Ákvörðun um samrunann er tekin í ljósi breyttra aðstæðna á ríkisvíxlamarkaði. Útgáfa ríkisvíxla hefur farið minnkandi auk þess sem ávöxtunarkrafa þeirra er komin niður fyrir 1%. Það er mat Stefnis hf. að hagsmunum hlutdeildarskírteinishafa beggja sjóða sé betur borgið með samruna sjóðanna en sjóðirnir fjárfesta báðir í skuldaviðurkenningum ríkisins. Fjárfestingarstefna Stefnis – Ríkisbréfasjóðs óverðtryggðs er nokkuð frábrugðin fjárfestingu samrunasjóðsins en allar nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér.

Sjóðirnir bera ekki neinn kostnað vegna samrunans en sá kostnaður sem til fellur verður allur greiddur af Stefni hf. Hlutdeildarskírteinishafar sjóðanna munu geta innleyst hlutdeildarskírteini sín eða óskað eftir að þeim verði skipt yfir í hlutdeildarskírteini annarra sjóða í rekstri Stefnis hf., án þess að sérstakt gjald sé innheimt vegna þess til 10. nóvember.

Endurskoðendur félagsins munu staðfesta útreikning á samrunagengi sjóðanna. Í kjölfarið, þann 17. nóvember, verða hlutdeildarskírteini vegna samrunans gefin út og frá þeim degi verður því hægt að eiga viðskipti með hlutdeildarskírteini hins sameinaða sjóðs. Ekki verður lokað fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini í Stefni – Ríkisbréfasjóði óverðtryggðum á tímabilinu.

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi samruna sjóðanna hvetjum við þig til að hafa samband við Verðbréfaþjónustu Arion banka hf. í síma 444–7000 eða í verdbrefathjonusta@arionbanki.is.


Til baka

Fleiri fréttir

30.mars 2017

Fjárfesting í erlendum sjóðum er nú heimil

Við afnám hafta standa einstaklingum og lögaðilum fjöldi erlendra fjárfestingakosta til boða. Stefnir hefur stýrt sjóðum sem fjárfesta á erlendum mörkuðum...

08.mars 2017

Hádegisverðarfundur um stjórnunarhætti fyrirtækja á Norðurlöndum - Hvað fer í raun fram?

Stefnir ásamt Viðskiptadeild HR, Rannsóknarmiðstöð HR í stjórnarháttum, Deloitte og LOGOS bjóða til hádegisverðarfundar þann 10. mars um samanburð á...

31.janúar 2017

Lykilupplýsingablöð verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hafa verið uppfærð

Öll lykilupplýsingablöð sjóða hafa verið uppfærð á síðum viðkomandi sjóða. Lykilupplýsingarnar draga fram aðalatriði útboðslýsinga sjóða.