Fjölmiðlar

11. nóvember 2015

Slit tveggja sjóða í rekstri Stefnis

Stjórn Stefnis hf. hefur tekið ákvörðun um að hætta rekstri Stefni – Ríkisverbréfasjóði stuttum og Stefni – Skuldabréfum stuttum.

Nánar

28. október 2015

Afgreiðslugjald sjóðaviðskipta í netbanka Arion banka afnumið

Arion banki, helsti söluaðili sjóða Stefnis, hefur ákveðið að fella niður afgreiðslugjald viðskipta með sjóði Stefnis í netbanka Arion banka. Netbanki Arion banka er örugg og fljótleg leið til að eiga viðskipti með sjóði Stefnis.

Nánar

13. október 2015

Fasteignasjóðir í rekstri Stefnis selja eignir til Reita fasteignafélags hf.

Reitir fasteignafélag hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við eigendur fasteignasjóðanna SRE I slhf. og SRE II slhf. sem eru í rekstri Stefnis hf., um kaup Reita á tilteknum fasteignafélögum.

Nánar

08. október 2015

Að kaupa eigin bréf

Í dag er birt grein í Viðskiptablaðinu eftir Baldvin Inga Sigurðsson, CFA og sérfræðing í hlutabréfateymi Stefnis, þar sem hann fjallar um kaup félaga á eigin bréfum til viðbótar við hefðbundnar arðgreiðslur.

Nánar

01. október 2015

50% afsláttur af gengismun sjóða Stefnis 1. - 15. október 2015

Veittur verður 50% afsláttur af gengismun sjóða Stefnis við kaup í sjóðunum á tímabilinu 1. – 15. október 2015. Hægt er að eiga viðskipti með sjóði Stefnis í netbanka Arion banka og bendum við sérstaklega á að þar er einnig hægt að skrá sig í reglubundinn sparnað í sjóðum Stefnis.

Nánar

22. september 2015

Skuldabréf fagfjárfestasjóðsins LFEST1 Borgartún tekin úr viðskiptum

Skuldabréf fagfjárfestasjóðsins LFEST1 Borgartún (auðkenni: LFEST1 10 1) voru tekin úr viðskiptum við lok viðskipta í Kauphöll Íslands í gær þann 21. september 2015 sbr. tilkynningu um uppgreiðslu á flokknum frá 12. júní 2015.

Nánar

16. september 2015

Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta

Á Strategíudeginum sem haldinn var þann 10. september sl. hélt Flóki Halldórsson framkvæmdastjóri Stefnis erindi um stjórnarhætti og stofnanafjárfesta. Flóki lýsti þróun eignarhalds á skráðum hlutabréfum á Íslandi og auknu vægi stofnanafjárfesta í því sambandi.

Nánar

19. ágúst 2015

SÍA II kaupir 35% hlut í Kynnisferðum

SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, hefur gengið frá kaupum á 35% hlut í Kynnisferðum. Seljandi er fjárfestingarfyrirtækið Alfa hf. Samhliða kaupunum koma Steinn Logi Björnsson forstjóri flugfélagsins Bluebird og Benedikt Ólafsson forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni inn í stjórn félagsins.

Nánar

06. ágúst 2015

Ávöxtun sjóða Stefnis 30.6.2015

Samantekt á ávöxtun sjóða í stýringu Stefnis mv. 30.6.2015.

Nánar

05. ágúst 2015

LFEST1 10 1

Þann 12. júní sl. tilkynnti fagfjárfestasjóðurinn LFEST1 Borgartún (kt. 610510-9810), hér eftir sjóðurinn, um að LF1 ehf. (kt. 640809-0350), hér eftir lántaki, hafi þann sama dag tilkynnt sjóðnum um að hann muni nýta sér rétt til uppgreiðslu skuldabréfaflokksins LFEST1 10 1.

Nánar

Hér er að finna myndmerki Stefnis.

Windows notendur geta hægrismellt á myndina og valið skipunina "Save Picture As..." úr listanum. Macintosh notendur geta smellt á myndina og dregið hana út á skjáborðið.

Til að vista merkið í betri upplausn er smellt á myndina, þá opnast stærri mynd.

 

null

 

Merki Stefnis í prentupplausn